Fimmtudagur, 14. september 2006
metnaður.is
Ég viðurkenni það hérmeð að vera algerlega laus við allan bloggmetnað og ég skammast mín ekki neitt.
Ég er byrjuð í skólanum, náttlega löngu flutt í flottu stúdentagarðaíbúðina mína og ætla að kaupa mér sófa á morgun.
Ég var að velta fyrir mér þessu lífi, þessu dæmi sem við erum í hérna. Ég veit ekki hvort ég trúi því að við verðum á einhvern hátt dæmd eftir líf okkar hérna. Ég sé ekki alveg fyrir mér stóra kallinn með scorecard-ið á hvern og einn, en það er ábyggilega einhver ástæða fyrir því að við eigum að haga okkur vel á jörðinni. Kannski er það bara til að bæta líf okkar hérna á meðan við stöldrum við, enda er það vitað mál að lífið er betra ef við eigum vini og fólk í kringum okkur sem okkur þykir vænt um. Ég er allavegna oftast með varann á, passa mig að stíga ekki á litla kettlinga eða stela nammi þegar enginn sér til. lætur mig finnast ég vera góð.
En svo er það annað með þetta elsku líf. Hvenær byrjar það? Byrjar það um 30? Byrjar það daginn sem við fæðumst? Byrjar það eftir námið? Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér er sú að mér finnst fólk alltaf vera að bíða eftir einhverju. Bíða eftir að verða ríkur, mjór eða búið að ná einhverjum árangri eða jafnvel algerlega óraunhæfu markmiði í lífinu áður en lífið sjálft fer að byrja á fullu.
Ég geri þetta sjálf. Ég er alltaf að bíða eftir að verða mjó t.d... það er ekkert að fara að gerast held ég... allavegna ekki miðað við það sem ég hef heyrt, það á ekkert að fara að breyta alheimslögmálunum sem snúa að því að maður fitni af því að borða nammi og liggja í leti.
Held það sé bara best að byrja að lifa núna. í dag. ekki seinna. Það er ekkert sem maður þarf að bíða eftir. Og hver veit, kannski er lífið bara búið áður en markmiðunum verður náð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. júní 2006
reykjavík city prepair. YOUR ABOUT TO BE INVATED!!
mín og minns verðum orðin reykvíkingar eftir mánuð. pælið í því. Ég sem rata varla inní eldhús!
Ég var s.s að fá úthlutaðri íbúð á stúdentagörðum eftir mikið væl, tuð og samúðarútkreistingar fékk ég loksins pleis, rosa villa mar, 50 fm og ég þarf að sofa í stofunni en það er ekkert mál, hef svosem gert það áður. Þeta verður lúxus, 20þús kr. lægri leiga, miklu minni bensíneyðsla og jafnvel hægt að losa sig við bílinn, svo er svo gaman í rvk. ábyggilega fullt af krökkum fyrir stelpuna að leika við.
allavegna, til hamingju ég og mínir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. júní 2006
hversu súrt er það...
að ég tók 10 hefti úr maganum á konu í dag? hversu oft getur maður sagt þetta í byrjun samtals "já, heyrðu, ég tók 10 hefti úr maganum á konu í dag!"
en þetta er hluti af því að vera búin að troða sér í starf sem ég hef í rauninni engan rétt að að vera að vinna. ég á að vera í áfyllingu, skeiningum og sækja kaffi fyrir hjúkkurnar, en hef fengið að taka blóðprufur, fjarlægja nálar og hefti, eins og áður var nefnt, blandað lyf og fengið að sjá náttlega ótrúlegustu hluti. ég elska þessa vinnu. PÚNTKUR
En svona í einkalífinu er allt gott að frétta, ég er reyndar að verða helvíti feit, þarf að taka á því og það fljótt, en það er ekkert lífshættulegt.
í dag komum við krakkarnir heim og var ekki bara brúðubíllinn í öllu sínu veldi hinum meginn við götuna með heví leikrit og læti. leikskólinn var með einhverja hátíð og við græddum feitt á því;)
... en núna er DH byrjað svo ....
bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 17. maí 2006
jæja, long tæm nó wræt
NR 1. ég er búin í prófum. WÍÍÍÍÍHHAAAA!!!
NR. 2 ég er byrjuð að vinna á draumastaðnum, gjörgæslu LSH og fékk að tala blóðprufu í dag. WÍÍÍÍÍÍHHHHAAAAAA!!!!
NR. 3. Ég prílaði uppá Esjuna með stórvinkonu minni henni Möddu, þ.e hún dró mig grenjandi uppá tindinn þótt svo að ég hafi hringt í hana og beðið hana að koma með mér. hehe. ég vissi ekki alveg hvað ég væri að fara útí.
NR. 4. ég held ég hafi slegið heimsmetið í ástfengni.... ef það er orð... eða keppni...
NR. 5. ég hef ákveðið að gera aldrei aftur svona afrekslista. þetta er heimskulegt.
en allavegna. ég kláraði prófin á föstudaginn og fagnaði því í hópi góðra samnemenda á vegamótum og fl. stöðum, og hringdi svo í einkashjóferinn minn og lét hann koma og sækja mig. Dagurinn eftir það var horror. versti dagur í heimi.
sunnudagurinn leit svo dagsins ljós, gullfallegur dagur og metnaðurinn á hypermode. ég sms-aði hana Möddu krúslu og plataði hana með mér á Esjuna. Ég hefði farið ein, nema að ég vissi ekki alveg hvar Esjan væri... nei, djók, náttlega best að hafa þessa elsku með mér. Hún er svo frábær.
Þessi göngutúr var rosalegur. Ég var komin c.a 10 skref uppá við þegar ég fór næstum að grenja úr þreytu. Madda var bara svo hörð og hélt endalaust áfram þannig ég gat ekki verið þekkt fyrir að vera minni manneskja. Þannig ég harkaði af mér og púlaði mér áfram. Madda skokkaði bara flautandi við hliðiná mér, ég var eins og feitur hálflamaður skógarbjörn, löðursveitt og móð og másandi.... gordjus hot
en við náðum toppnum, skrifuðum í gestabókina og komumst niður svona nærri í heilu lagi, duttum samt aðeins, ég 4-5 sinnum og Madda einu sinni. En samt no harm donne, ég fékk ekki einu sinni harðsperrur
svo er náttla þagnaskylda í vinnunni svo....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 3. maí 2006
Ein endalaust að kvarta...
.. en KOMMON! Fór með gutta litla til tannlæknis í morgun, hann er með ljótan blett á framtönninni, galli í glerjungi sem er væntanlega því að kenna að hann datt svo illilega á munninn þegar við vorum úti, og sló tönnunum lengst uppí haus.
allavegna fórum við til tannsa í september í fyrra og borguðum bara okkar hlutfall af reikningnum og tannsi ætlaði svo að rukka tryggingastofnun fyrir þeirra hlut.
svo þegar við komum í dag byrjaði hann á því að segja mér að ég væri ekki inní íslenska heilbrigðiskerfinu (WTF??) vegna þess að við vorum í dk í fyrra. Þannig tryggingastofnun vildi ekki borga sinn hluta af gamla reikningnum og ég þurfti líka að borga reikninginn fyrir heimsóknina í dag að fullu!!
damn. ok, ég hérna bláfátækur námsmaðurinn tek kortið upp titrandi og borga friggin 9500 KRÓNUR FYRIR 10 MÍN HEIMSÓKN sem var bara skoðun!! það var ekki einu sinni tekin mynd! Tannsi róaði mig þó og sagði mér að ég gæti farið niður á tryggingastofnun og fengið endurgreitt. Og það var alveg rétt. ég fékk endurgreiddar heilar 2500 kr. Þannig ég borgaði 7500 kall fyrir að leyfa stráknum mínum að horfa á tomma og jenna í 5 mín og fá gefins blöðru.
En ég komst að því fyrir tilviljun að það er hægt að sækja um fyrirfram greiðslu á barnabótunum sem ég á að fá í ágúst, ég er s.s ekki búin að fá krónu í barnabætur á þessu ári, og á að fá allt klabbið í ágúst. Ég hringdi samt áðan til að tékka á því að þetta væri allt í góðum farveg og kellingargreyið missti útúr sér að það væri nú hægt að sækja um að fá þetta fyrirfram, þær mættu nú ekki neita svoleis umsóknum, en það væri samt rosalega mikið að gera hjá þeim og mikið álag... en ef ég endilega þyrfti...
ég var mætt 10 mín síðar niður á skrifstofu til hennar með umsóknareyðublað, undirritað með grænu bleki, og ég held ég hafi séð smá tár hjá kellu. Ein sem nennir ekki að vinna fyrir laununum. Múahahahahah!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30. apríl 2006
OOOhhh... happy day!
Jæja, fann heilagan anda fylla hjartað mitt við sólarupprás, og dreif mig í messu með stelpuna.
Ég fór reyndar vegna þess að pabbi var að sygja með lögreglukórnum sem er btw án efa besti karlakór landsins í dag. Hann las líka ritningalestur í messunni og stóð sig eins og hetja! ég var rosalega stolt af pabba gamla.
Messan var samt ekkert kannski sprengspennandi, fyndið þó að fylgjast með aðförum prestsins, í allri múderingunni, sönglandi allar setningar með nefmæltri röddu, uppfullur af hinum blessandi föður okkar, Guð almáttugum, talandi um ógrynni af sauðum.
Af hverju eru svona margir sem mæta í messu og láta einhvern skikkjuklæddan karl kalla sig sauði?
ég var allavegna ekkert sátt. finnst sætt þegar Eiki kallar mig sauðnaut, en það er bara okkar á milli;-)
Ég labbaði svo með litla sauðinum mínum til ömmu, að sækja hinn minni sauðinn, en hann var settur í geymslu á meðan við fylltum okkur af heilagleika. hann kann hvort eð er ekkert að meta það. Við rúlluðum svo heim til baka, Emma á þríhjóli og Gabríel á löggubílnum sínum sem lét svo engan veginn að stjórn. Við náðum þó heim að lokum.
... ætli Guð sé að halda skrá yfir hversu oft maður segir "Helvítis"? Ég missti það nefninlega útúr mér í miðri messu... vonandi hafði kórinn bara nógu hátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. apríl 2006
eitt próf af fimm búið.
gekk sæmilega, vonandi næ ég allavegna fimmunni.
fór svo í búð áðan, með skítugt hár því það var verið að "múra" sturtuna okkar, ég fer með vitleysingana með mér og þegar inn í búðina er komið leið mér eins og ég væri orðin örsmá og komin inní maurabú! Öll helvítis búðin iðaði af fólki, og ég alveg eins og drusla úr ruslatunnu, krakkarnir prílandi útum allt, hendandi niður niðursuðudósum og verðmerkingum, vælandi um nammi og snakk.
meira að segja gekk guttinn svo langt að leggjast í gólfið og grenja eins og hann ætti lífið að leysa. það tók ekki nema 3 sekúndur að mynda þvögu í kringum drenginn, c.a 7 fullorðnar manneskjur sem mynduðu hring í kringum hann og störðu á hann, ábyggilega öll að hugsa "hvar er móðir þessa ólukkulega barns?"
jæja, ég náði að veiða einhverjar viðeigandi vörur í körfuna og skila þessu óviðeigandi sem krakkarnir settu í hana, skundaði á kassa en þar var dagslöng biðröð! ég bíð samt róleg, reyni að hemja krakkana sem voru farin að labba í loftinu og farin að góla yfir sársaukamörkum ( +125 dB), og svo þegar ég er búin að setja allar vörurnar á borðið fatta ég að ég er ekki með kortið mitt!
FJAAAAANNNDDDIIINNN!!! jakkafatagæjarnir fyrir aftan mig glottuðu þegar ég týndi vörurnar aftur í körfuna, ábyggilega að dást að því hvernig ég gat það með sitthvorn krakkann hangandi á handleggjunum, og svo labbaði ég lúpuleg útí bíl og keyrði heim. vörulaus. ég fór þó og sótti kortið og borgaði fyrir mitt.
... ég lét krakkana þó bíða útí bíl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. apríl 2006
EIRÍKUR!! ÉG ELSKA ÞIG!!
Taka smá Cruise-ara á þetta
Ég var að fá einkunn fyrir verkefni í skólanum, helvíti kát með einkunnina, fékk 9,6
takk fyrir, þið megið klappa núna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 25. apríl 2006
eitt bestasta orð í íslenskri tungu í dag, á vel við þessa stundina. CRAPP!!
Ég er búin að lesa c.a eina setningu í dag. Kalla það ekki mikið afrek. Það er eitthvað svo margt spennandi í stofunni minni til að skoða. Ég er að skoða lampann minn, raða videospólunum eftir stafrófsröð, telja rimlana í gardínunum og svo eignaðist ég nýja vinkonu, hún heitir María og er fluga...
Kattarhelvítið braut líka enn eina styttuna áðan, hún er ekki að vinna sér inn nein stig. Lífunum hennar níu fækkar ört og hún er ekki eins hrokafull núna eins og fyrir 2 mánuðum. Hún lærir sín mörk hægt og rólega. Fyndið hvað manni getur þótt vænt um svona dauða hluti. (ég er ekki að tala um köttinn, ég gekk ekki svo langt). Amma mín málaði þessa styttu handa mér í jólagjöf fyrir nokkrum árum og ég hef passað hana eins og sjáaldur augna minna síðan. Svo bara á einu augnabliki er kötturinn búin að eyðileggja allt það varnarstarf sem ég hef lagt á mig. Allur sá tími sem hefur farið í að dást að gripnum, spá hvort ég ætti að kveikja á kertinu sem fylgdi með styttunni, og þau skipti sem ég hef pakkað henni varlega inní moggapappír svo hún brotni nú ekki í flutningunum, sem hafa verið anskoti tíðir frá því ég fékk hana.
jæja, þýðir ekki að væla yfir þessu. þetta er bara stytta.
farvel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. apríl 2006
VÚHÚÚ blogg!!
2svar sama daginn!! :D gad dem hvað ég hef ekkert að gera! hehe
Ég lærði smá áðan.. ekki það sem ég átti að læra, en lærði þó uppskriftina af kaffi. Kaffi og heitt vatn. Mmm mm...
Ég er búin að vera í helvítis stússi við að púsla saman framtíðinni, skóla, leikskóla og húsnæðismálum. Veit ekkert hvar ég verð næsta haust og það er friggin vesen að finna réttan stað fyrir alla. Við erum að rembast við að komast á Stúdentagarða, spara bensín og leigupeninga.
Held ég selji bílinn ef ég flyt inní rvk. Enginn tilgangur í að eiga kagga ef mar getur hjólað í skólann hehe. kaupi hjól fyrir litlu dömuna, skelli stráknum í stól aftaná and off ví gó! Ég tími varla að setjast útí bíl núna, útaf þessu eldsneytisverði.
Skil samt ekki af hverju fólk er að keyra svona mikið þrátt fyrir þetta dýra dýra bensín. Þessi almenni Íslendingur í dag er í hnotskurn með ígræddan dildó í rassgatinu, keyrandi um með kvalarfullt bros á vör, í leit að góðu stæði INNÍ stórmörkuðunum svo þeir þurfi ekki að hreyfa feita dildófyllta rassgatið til að dóneita alla sína aura til eigenda lands og þjóðar í skiptum fyrir enn eitt aukakílóið.
..ekki það að eldsneytisverðið hafi of mikil áhrif á mig... ég kaupi alltaf fyrir sömu upphæð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)