Miðvikudagur, 17. maí 2006
jæja, long tæm nó wræt
NR 1. ég er búin í prófum. WÍÍÍÍÍHHAAAA!!!
NR. 2 ég er byrjuð að vinna á draumastaðnum, gjörgæslu LSH og fékk að tala blóðprufu í dag. WÍÍÍÍÍÍHHHHAAAAAA!!!!
NR. 3. Ég prílaði uppá Esjuna með stórvinkonu minni henni Möddu, þ.e hún dró mig grenjandi uppá tindinn þótt svo að ég hafi hringt í hana og beðið hana að koma með mér. hehe. ég vissi ekki alveg hvað ég væri að fara útí.
NR. 4. ég held ég hafi slegið heimsmetið í ástfengni.... ef það er orð... eða keppni...
NR. 5. ég hef ákveðið að gera aldrei aftur svona afrekslista. þetta er heimskulegt.
en allavegna. ég kláraði prófin á föstudaginn og fagnaði því í hópi góðra samnemenda á vegamótum og fl. stöðum, og hringdi svo í einkashjóferinn minn og lét hann koma og sækja mig. Dagurinn eftir það var horror. versti dagur í heimi.
sunnudagurinn leit svo dagsins ljós, gullfallegur dagur og metnaðurinn á hypermode. ég sms-aði hana Möddu krúslu og plataði hana með mér á Esjuna. Ég hefði farið ein, nema að ég vissi ekki alveg hvar Esjan væri... nei, djók, náttlega best að hafa þessa elsku með mér. Hún er svo frábær.
Þessi göngutúr var rosalegur. Ég var komin c.a 10 skref uppá við þegar ég fór næstum að grenja úr þreytu. Madda var bara svo hörð og hélt endalaust áfram þannig ég gat ekki verið þekkt fyrir að vera minni manneskja. Þannig ég harkaði af mér og púlaði mér áfram. Madda skokkaði bara flautandi við hliðiná mér, ég var eins og feitur hálflamaður skógarbjörn, löðursveitt og móð og másandi.... gordjus hot
en við náðum toppnum, skrifuðum í gestabókina og komumst niður svona nærri í heilu lagi, duttum samt aðeins, ég 4-5 sinnum og Madda einu sinni. En samt no harm donne, ég fékk ekki einu sinni harðsperrur
svo er náttla þagnaskylda í vinnunni svo....
Athugasemdir
taktu mig með næst þegar þú ferð á Esjuna,,hef aldrei FARIÐ...KV LALLI,,
LKÍ (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 21:53
Hæ hæ, var að sjá síðuna þina, flott síða, vertu duglega að skrifa, ég mun fylgjast með síðunni:) gaman að geta fylgst með þér í gegnum netið, þó að við eigum nú bara heima sitthvorum megin við tjörnina:)
Keep it going:) kv. Stefania
Stefania Helga (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.