Fimmtudagur, 14. september 2006
metnaður.is
Ég viðurkenni það hérmeð að vera algerlega laus við allan bloggmetnað og ég skammast mín ekki neitt.
Ég er byrjuð í skólanum, náttlega löngu flutt í flottu stúdentagarðaíbúðina mína og ætla að kaupa mér sófa á morgun.
Ég var að velta fyrir mér þessu lífi, þessu dæmi sem við erum í hérna. Ég veit ekki hvort ég trúi því að við verðum á einhvern hátt dæmd eftir líf okkar hérna. Ég sé ekki alveg fyrir mér stóra kallinn með scorecard-ið á hvern og einn, en það er ábyggilega einhver ástæða fyrir því að við eigum að haga okkur vel á jörðinni. Kannski er það bara til að bæta líf okkar hérna á meðan við stöldrum við, enda er það vitað mál að lífið er betra ef við eigum vini og fólk í kringum okkur sem okkur þykir vænt um. Ég er allavegna oftast með varann á, passa mig að stíga ekki á litla kettlinga eða stela nammi þegar enginn sér til. lætur mig finnast ég vera góð.
En svo er það annað með þetta elsku líf. Hvenær byrjar það? Byrjar það um 30? Byrjar það daginn sem við fæðumst? Byrjar það eftir námið? Ástæða þess að ég er að velta þessu fyrir mér er sú að mér finnst fólk alltaf vera að bíða eftir einhverju. Bíða eftir að verða ríkur, mjór eða búið að ná einhverjum árangri eða jafnvel algerlega óraunhæfu markmiði í lífinu áður en lífið sjálft fer að byrja á fullu.
Ég geri þetta sjálf. Ég er alltaf að bíða eftir að verða mjó t.d... það er ekkert að fara að gerast held ég... allavegna ekki miðað við það sem ég hef heyrt, það á ekkert að fara að breyta alheimslögmálunum sem snúa að því að maður fitni af því að borða nammi og liggja í leti.
Held það sé bara best að byrja að lifa núna. í dag. ekki seinna. Það er ekkert sem maður þarf að bíða eftir. Og hver veit, kannski er lífið bara búið áður en markmiðunum verður náð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.