Þriðjudagur, 25. apríl 2006
eitt bestasta orð í íslenskri tungu í dag, á vel við þessa stundina. CRAPP!!
Ég er búin að lesa c.a eina setningu í dag. Kalla það ekki mikið afrek. Það er eitthvað svo margt spennandi í stofunni minni til að skoða. Ég er að skoða lampann minn, raða videospólunum eftir stafrófsröð, telja rimlana í gardínunum og svo eignaðist ég nýja vinkonu, hún heitir María og er fluga...
Kattarhelvítið braut líka enn eina styttuna áðan, hún er ekki að vinna sér inn nein stig. Lífunum hennar níu fækkar ört og hún er ekki eins hrokafull núna eins og fyrir 2 mánuðum. Hún lærir sín mörk hægt og rólega. Fyndið hvað manni getur þótt vænt um svona dauða hluti. (ég er ekki að tala um köttinn, ég gekk ekki svo langt). Amma mín málaði þessa styttu handa mér í jólagjöf fyrir nokkrum árum og ég hef passað hana eins og sjáaldur augna minna síðan. Svo bara á einu augnabliki er kötturinn búin að eyðileggja allt það varnarstarf sem ég hef lagt á mig. Allur sá tími sem hefur farið í að dást að gripnum, spá hvort ég ætti að kveikja á kertinu sem fylgdi með styttunni, og þau skipti sem ég hef pakkað henni varlega inní moggapappír svo hún brotni nú ekki í flutningunum, sem hafa verið anskoti tíðir frá því ég fékk hana.
jæja, þýðir ekki að væla yfir þessu. þetta er bara stytta.
farvel.
Athugasemdir
Mæli með því að breyta um umhverfi, gerir kraftaverk fyrir metnaðinn og einbeitinguna. Þarf þó að vera umhverfi eins og þjóðarbókhlaðan eða álíka óspennandi staður :D
Annars líst mér vel á þetta blogg, cheer up, sumarið fer að koma og skólinn að klárast :D
Nonni (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.