Laugardagur, 29. apríl 2006
eitt próf af fimm búið.
gekk sæmilega, vonandi næ ég allavegna fimmunni.
fór svo í búð áðan, með skítugt hár því það var verið að "múra" sturtuna okkar, ég fer með vitleysingana með mér og þegar inn í búðina er komið leið mér eins og ég væri orðin örsmá og komin inní maurabú! Öll helvítis búðin iðaði af fólki, og ég alveg eins og drusla úr ruslatunnu, krakkarnir prílandi útum allt, hendandi niður niðursuðudósum og verðmerkingum, vælandi um nammi og snakk.
meira að segja gekk guttinn svo langt að leggjast í gólfið og grenja eins og hann ætti lífið að leysa. það tók ekki nema 3 sekúndur að mynda þvögu í kringum drenginn, c.a 7 fullorðnar manneskjur sem mynduðu hring í kringum hann og störðu á hann, ábyggilega öll að hugsa "hvar er móðir þessa ólukkulega barns?"
jæja, ég náði að veiða einhverjar viðeigandi vörur í körfuna og skila þessu óviðeigandi sem krakkarnir settu í hana, skundaði á kassa en þar var dagslöng biðröð! ég bíð samt róleg, reyni að hemja krakkana sem voru farin að labba í loftinu og farin að góla yfir sársaukamörkum ( +125 dB), og svo þegar ég er búin að setja allar vörurnar á borðið fatta ég að ég er ekki með kortið mitt!
FJAAAAANNNDDDIIINNN!!! jakkafatagæjarnir fyrir aftan mig glottuðu þegar ég týndi vörurnar aftur í körfuna, ábyggilega að dást að því hvernig ég gat það með sitthvorn krakkann hangandi á handleggjunum, og svo labbaði ég lúpuleg útí bíl og keyrði heim. vörulaus. ég fór þó og sótti kortið og borgaði fyrir mitt.
... ég lét krakkana þó bíða útí bíl.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.