OOOhhh... happy day!

Jæja, fann heilagan anda fylla hjartað mitt við sólarupprás, og dreif mig í messu með stelpuna.

Ég fór reyndar vegna þess að pabbi var að sygja með lögreglukórnum sem er btw án efa besti karlakór landsins í dag. Hann las líka ritningalestur í messunni og stóð sig eins og hetja! ég var rosalega stolt af pabba gamla.Hlæjandi

Messan var samt ekkert kannski sprengspennandi, fyndið þó að fylgjast með aðförum prestsins, í allri múderingunni, sönglandi allar setningar með nefmæltri röddu, uppfullur af hinum blessandi föður okkar, Guð almáttugum, talandi um ógrynni af sauðum. 

Af hverju eru svona margir sem mæta í messu og láta einhvern skikkjuklæddan karl kalla sig sauði?

 ég var allavegna ekkert sátt.  finnst sætt þegar Eiki kallar mig sauðnaut, en það er bara okkar á milli;-)

Ég labbaði svo með litla sauðinum mínum til ömmu, að sækja hinn minni sauðinn, en hann var settur í geymslu á meðan við fylltum okkur af heilagleika. hann kann hvort eð er ekkert að meta það. Við rúlluðum svo heim til baka, Emma á þríhjóli og Gabríel á löggubílnum sínum sem lét svo engan veginn að stjórn. Við náðum þó heim að lokum.

 

... ætli Guð sé að halda skrá yfir hversu oft maður segir "Helvítis"? Ég missti það nefninlega útúr mér í miðri messu... vonandi hafði kórinn bara nógu hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband