Ein endalaust að kvarta...

.. en KOMMON! Fór með gutta litla til tannlæknis í morgun, hann er með ljótan blett á framtönninni, galli í glerjungi sem er væntanlega því að kenna að hann datt svo illilega á munninn þegar við vorum úti, og sló tönnunum lengst uppí haus. 

allavegna fórum við til tannsa í september í fyrra og borguðum bara okkar hlutfall af reikningnum og tannsi ætlaði svo að rukka tryggingastofnun fyrir þeirra hlut.

svo þegar við komum í dag byrjaði hann á því að segja mér að ég væri ekki inní íslenska heilbrigðiskerfinu (WTF??) vegna þess að við vorum í dk í fyrra. Þannig tryggingastofnun vildi ekki borga sinn hluta af gamla reikningnum og ég þurfti líka að borga reikninginn fyrir heimsóknina í dag að fullu!!

 damn. ok, ég hérna bláfátækur námsmaðurinn tek kortið upp titrandi og borga friggin 9500 KRÓNUR FYRIR 10 MÍN HEIMSÓKN sem var bara skoðun!! það var ekki einu sinni tekin mynd! Tannsi róaði mig þó og sagði mér að ég gæti farið niður á tryggingastofnun og fengið endurgreitt. Og það var alveg rétt. ég fékk endurgreiddar heilar 2500 kr. Þannig ég borgaði 7500 kall fyrir að leyfa stráknum mínum að horfa á tomma og jenna í 5 mín og fá gefins blöðru.

En ég komst að því fyrir tilviljun að það er hægt að sækja um fyrirfram greiðslu á barnabótunum sem ég á að fá í ágúst, ég er s.s ekki búin að fá krónu í barnabætur á þessu ári, og á að fá allt klabbið í ágúst. Ég hringdi samt áðan til að tékka á því að þetta væri allt í góðum farveg og kellingargreyið missti útúr sér að það væri nú hægt að sækja um að fá þetta fyrirfram, þær mættu nú ekki neita svoleis umsóknum, en það væri samt rosalega mikið að gera hjá þeim og mikið álag... en ef ég endilega þyrfti...

 ég var mætt 10 mín síðar niður á skrifstofu til hennar með umsóknareyðublað, undirritað með grænu bleki, og ég held ég hafi séð smá tár hjá kellu.   Ein sem nennir ekki að vinna fyrir laununum. Múahahahahah!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ekki að segja frá Esju-afreksverki okkar :D

Magdalena (IP-tala skráð) 16.5.2006 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband